SPENNAN MAGNAST




Stökurnar eru eftir Kristján Hrannar Pálsson

Á morgun verður síðan skorið um hvaða hugmynd þykir best útfærð í keppninni. Við hjá Ellefunni erum ótrúlega ánægð með útkomuna enda höfum við öll lært heilan helling í þessu ferli, og eru stórir hlutir í bígerð í framhaldinu, óháð úrslitunum á morgun.

Vegna fyrirspurnar: það var meðvituð ákvörðun hjá okkur að vera ekki með like- síðu á Facebook sérstaklega undir Ellefuna. Við vildum halda upplýsingunum okkar á afmörkuðu svæði og töldum best að blogspot síðan væri eini vettvangurinn fyrir utan Íslendinga-apps síðuna á Facebook. Þannig héldu notendur betri fókus yfir það sem væri að gerast hjá okkur og það er einmitt það sem við leggjum upp með að hafa númer eitt: Gott og aðgengilegt notendaviðmót.

Við óskum öllum keppendum sem skiluðu inn appi til hamingju með hugmyndirnar sínar. Megi besta liðið sigra. Sjáumst á morgun í ÍE!

Kær kveðja,
Nína, Ari og Ásgeir
Lið 11