UM KEPPNINA

Fengið af síðu keppninnar: Íslendingaapp.is


Í keppninni verður leitað eftir nýjum hugmyndum að notkun Íslendingabókar á snjallsímum. Lausnir keppnisliða verða dæmdar af dómnefnd eftir frumleika, útliti og virkni en jafnframt verður lagt mat á það hvernig liðin kynna lausnir sínar á samskiptamiðlum. Almenningi gefst kostur á að taka þátt í að velja vinningslausnina með skoðanakönnun á Facebook.Í hverju liði verður einn aðili ábyrgur fyrir forritun, annar fyrir hönnun útlits og sá þriðji fyrir framkvæmdastjórn og markaðssetningu.
Keppnin er opin nemum í öllum háskólum á Íslandi og íslenskum nemum í erlendum háskólum.
Þú skráir þig til keppni sem hluti af þriggja manna liði eða sem einstaklingur og verður þá skipað í lið.Vegleg fyrstu verðlaun, að upphæð 1.000.000 krónur og er gert ráð fyrir því að vinningslausnin verði nýtt sem viðbót fyrir Íslendingabók. Önnur verðlaun eru LG Nexus 4 snjallsímar í boði Vodafone fyrir alla liðsmenn. Þriðju verðaun eru LG Optimus L9 snjallsímar.