SPENNAN MAGNAST




Stökurnar eru eftir Kristján Hrannar Pálsson

Á morgun verður síðan skorið um hvaða hugmynd þykir best útfærð í keppninni. Við hjá Ellefunni erum ótrúlega ánægð með útkomuna enda höfum við öll lært heilan helling í þessu ferli, og eru stórir hlutir í bígerð í framhaldinu, óháð úrslitunum á morgun.

Vegna fyrirspurnar: það var meðvituð ákvörðun hjá okkur að vera ekki með like- síðu á Facebook sérstaklega undir Ellefuna. Við vildum halda upplýsingunum okkar á afmörkuðu svæði og töldum best að blogspot síðan væri eini vettvangurinn fyrir utan Íslendinga-apps síðuna á Facebook. Þannig héldu notendur betri fókus yfir það sem væri að gerast hjá okkur og það er einmitt það sem við leggjum upp með að hafa númer eitt: Gott og aðgengilegt notendaviðmót.

Við óskum öllum keppendum sem skiluðu inn appi til hamingju með hugmyndirnar sínar. Megi besta liðið sigra. Sjáumst á morgun í ÍE!

Kær kveðja,
Nína, Ari og Ásgeir
Lið 11


Hér má sækja appið okkar

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SÆKJA KLÁRINN






Skilaboð dagsins

Við vinnum hér eins og maurar á þúfu, Grettisgatan er orðin miðstöð og jarðarberjaöskjum úr Víði er stútað í hrönnum. Helsti áfanginn er mögulega hinn sérlegi Dada Bass sem okkur tókst að ná í háfinn núna rétt fyrir hálfþrjú í dag.



Ég ætla ekki að hreykja mér og segja að þetta sé fallegt, en ég myndi alveg mögulega fá mér svona húðflúr.

Gobbedí.


HVAÐ ER Í GANGI?

Já, kæru lesendur. Það er ekki úr vegi að segja ykkur aðeins frá því sem er í deiglunni.

Í liðinu okkar mætast persónur úr ólíkum áttum og því er um að gera að nýta þennan þverfaglega jarðveg sem skapast, og aldeilis gráupplagt að sá í þennan sama jarðveg fræjum tækni og nýsköpunar.

Íslenska þjóðin er sérstök skepna og það er íslendingabókin líka. Það skal engan undra að fréttirnar af ættfræðigagnagrunni sem kortleggur allan landann berist víða og lendi í höndum misvitra blaðamanna sem síðan gera sér misgáfulegan mat úr því. En einhver sagði að öll umfjöllun væri góð umfjöllun og á öld upplýsingar er lítið mál að eyða gróusögu með einum smelli á netinu. Sjáiði bara allt fræga fólkið, enginn slúðrar um þau lengur.

En fátt er svo með öllu illt. Það sem slíkar sögur spinna stundum af sér eru hugmyndir. Stundum geta þær orðið kveikjan að einhverju sniðugu. Sumir vilja meina að Íslendingabók hafi verið hugsuð sem einhverskonar hjálpartæki skemmtanalífsins á Íslandi, í ljósi þess að erfitt þykir að fá sér einn gráan án þess að stíga á tær ættmenna og enn verra að fara með einu slíku heim að púsla. Þetta finnst fólkinu í útlöndum alveg ægilega fyndið. Eðlilega.

Margir gripu í þetta þegar fréttin af snjallsíma-appi fyrir Íslendingabókina kom. Nú skyldi sko aldeilis skrallað með bjórinn í einni og appið í hinni.

Ellefan horfði hinsvegar í aðra átt. Sagnfræðingurinn vildi gera fólkið meðvitað um þjóðararfinn. Einhvernveginn þurfti að innlima þjóðsagnahefðina og alvöru frægt fólk á borð við Magnús Stephensen. Verkfræðingurinn vildi sýna fram á að Íslendingabók væri ekki bara bók og sýna fram á allskonar hagkvæmni og forritarinn, já hann var bara svona eins og trommarinn.

Því nú er tíminn til að rífa siðferði þjóðarinnar upp úr svaðinu og í stað þess að klæmast yfir innræktun er kannski kominn tími til að reisa stafræna styttu af Skúla Fógeta.


DUGLEG

Við reynum að skipta með okkur verkum eftir getu, hæfileikum og fegurð, og um þessar mundir raðast verkaskiptingin svona:

Nína hannar útlitið, sér um vefsíðu og markaðssetningu.
Ásgeir hannar viðmót og gerir appið þægilegt í notkun.
Ari smíðar gagnagrindur til að allir fítusar virki sem skyldi.

Húrra fyrir kleinum.

Á HVAÐ ERUM VIÐ AÐ HLUSTA?

Við erum mjög tónelskt lið og því er ekki úr vegi að deila dýrðinni með lesendum, og sérstaklega þeim sem hafa gaman af raftónlist.

Hér er youtube linkur á lagalistann okkar um þessar mundir. Góða skemmtun.

MYNDIR AF LIÐINU

F.h. Ari, Nína og Ásgeir fyrir utan HÍ
Teymið skellti sér í myndatöku í Vatnsmýrinni um daginn, en það var engin önnur en hin eina sanna Natsha Nandabhiwat sem tók myndirnar, en allir sem sjá verkin hennar geta verið sammála um að hún hefur ótrúlega næmt auga og frábæran stíl. Fleiri myndir úr tökunni má finna hér.



Þeir sem vilja kynna sér verkin hennar frekar geta skoðað síðuna hennar á facebook, en slóðin er hér:

Natsha Nandabhiwat Photography